20:31
{mosimage}
Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets í NBA deildinni var í dag settur í 15 leikja keppnisbann fyrir að vera í aðalhlutverki í slagsmálunum sem brutust út á leik New York Knicks og Denver á laugardagskvöldið. Alls þurfa leikmennirnir sem tóku þátt í látunum að sitja af sér 47 leikja bann.
Anthony fékk þyngstu refsinguna fyrir að kýla Mardy Collins, leikmann New York, en þeir JR Smith hjá Denver og Nate Robinson hjá New York fengu 10 leikja bann hvor. Bæði félögin voru sektuð um hálfa milljón dollara, eða um 35 milljónir króna.
Mardy Collins hjá New York fékk 6 leikja bann, Jared Jeffries hjá New York fær 4 leiki og þeir Jerome James og Nene hjá Denver fá eins leiks bann.
Frétt af www.visir.is