05:30
{mosimage}
(Tony Allen var frábær hjá Boston í nótt)
Tveir leikir voru í NBA-deildinni í nótt. Minnesota vann Charlotte 102-96 og Boston vann Portland í beinni útsendingu á NBAtv 89-81.
Boston vann loksins en þeir voru búnir að tapa 6 leikjum í röð en Paul Pierce er meiddur og er búinn að missa af 5 leikjum. Stigahæstur hjá Boston var Tony Allen með 22 og Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland með 18 stig.
Minnesota vann góðan sigur á Charlotte þar sem Kevin Garnett fór á kostum með 32 stig og14 fráköst. Stigahæstur hjá Charlotte var Matt Carroll með 23 stig af bekknum.