spot_img
HomeFréttirNjarðvík sigraði ÍR

Njarðvík sigraði ÍR

 Njarðvík sigraði ÍR í nokkuð hörðum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 100-85. ÍRingar byrjuðu leikinn miklu betur og leiddu í hálfleik með 9 stigum. Brenton nokkur Birmingham mætti svo grimmur í þriðja leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Sá kafli reyndist grunnur að góðu sigri heimamanna. Sem fyrr segir fór Brenton á kostum og skoraði 31 stig, klárlega maður leiksins. Hjá ÍR var Eiríkur Önundarson atkvæðamestur með 19 stig.

Fréttir
- Auglýsing -