1:01
{mosimage}
Kristinn Óskarsson hefur fengið tvö verkefni í Frakklandi á vegum FIBA, þetta er í þriðja skiptið í vetur sem hann dæmir í Frakklandi.
16. janúar dæmir hann leik JDA Dijon og spænska liðsins Akasvayu Girona í EuroCup karla. Meðdómarar Kristins verða Slóvakinn Per Sudek og Hollendingurinn Markus Grievink.
Tveimur dögum seinna eða þann 18. janúar dæma Kristinn og Grievink leik Lattes Montpellier og Agglomeration Gospic Lattes frá Króatíu í EuroCup kvenna en Haukar léku einmitt í riðli með Montpellier.
Eftirlitstmaður í leikjunum er Paul de Coster frá Belgíu.
Mynd: karfan.is