13:16
{mosimage}
Keflavík og Skallagrímur mætast í lokaleik 12. umferðar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í dag. Leikurinn fer fram í Borgarnesi þar sem Keflvíkingar hafa ekki átti góðu gengi að fagna í síðustu leikjum.
Síðasti deildarsigur Keflavíkurliðsins á Vesturlandi var þann 31. janúar 2003. Síðan þá hefur Keflavík tapað sex leikjum í röð á Vesturlandi, fjórum gegn Snæfell og tveimur gegn Skallagrím.Gengið hefur verið skárra í úrslitakeppninni hjá Keflavík á Vesturlandinu en þar hafa Keflvíkingar unnið 2 af 6 leikjum sínum þar á þessum tíma.
Skallagrímur vann alla sína heimaleiki gegn Keflavík í fyrra, í deild og í úrslitakeppninni þar sem liðin þurftu oddaleik til að ákvarða hvort liðið myndi leika gegn Njarðvík í úrslitum.
Keflavík hefur alls leikið 107 leiki í deild og úrslitakeppni á undan-förnum fjórum tímabilum, aðeins unnið 2 af 12 leikjum sínum á Vesturlandi (17%) en aftur móti 76 af 95 leikjum sínum annars-staðar á landinu (80%).
Leikur Skallagríms og Keflavíkur hefst kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu hjá RÚV.
Mynd af www.vf.is