spot_img
HomeFréttirEldur Ólafsson: Höllin að nálgast

Eldur Ólafsson: Höllin að nálgast

12:44 

{mosimage}

 

(Eldur í KR-búninginum þegar hann var á mála hjá félaginu) 

 

Snemma á yfirstandandi leiktíð ákvað Eldur Ólafsson að ganga í raðir Hamars/Selfoss. Í sínum fyrsta leik með liðinu gegn sínum gömlu félögum í KR hafði Eldur sigur og á því varð engin breyting í gærkvöldi. Hamar/Selfoss sló topplið KR út úr Lýsingarbikarnum með fjögurra stiga sigri 78-74 eftir dramatískar lokamínútur. Eldur segir George Byrd hafa skipt sköpum fyrir liðið sem nú hefur sigrað í alls sjö leikjum í röð.

 

,,Þetta var stál í stál allan tímann,” sagði Eldur sem kom ekki mikið við sögu í leiknum í gær. ,,KR vildi keyra upp hraðann en við hægðum á leiknum og þegar okkur tekst það hefur það í síðustu leikjum þýtt sigur fyrir okkur. Eins og er hefur ekkert lið unnið okkur frá því við lögðu KR að velli í deildinni,” sagði Eldur og lét vel í það skína að með tilkomu Georeg Byrd hefði verið allt annar bragur á liðinu. Byrd lék við góðan orðstír með Skallagrím í fyrra.

 

Hamar/Selfoss freistar þess nú að komast alla leið í Laugardalshöllina. Í fyrra urðu þeir að sætta sig við að vera slegnir út í fjórðungsúrslitum gegn núverandi Bikarmeisturum Grindavíkur. ,,Höllin er farin að nálgast og ég hef trú á því að við komumst þangað. Eftir síðustu leiki getum við ekki annað en verið fullir sjálfstrausts,” sagði Eldur.

 

Velgengin Hamars/Selfoss hefur laðað fleira fólk í ,,Gróðurhúsið” eins og Eldur kallar heimavöll H/S og segir hann nánast fullt út úr dyrum eftir að liðinu fór að ganga jafn vel og raun ber vitni. ,,Það er t.d. mikil jákvæðni í kringum Byrd og hann hefur góðan leikskilning, er góður félagi og ekki eigingjarn leikmaður,” sagði Eldur að lokum.

 

Í framhjáhlaupi má þess geta að Eldur er yngri bróðir Fannars Ólafssonar, landsliðsmiðherja og leikmanns KR, og nú hefur Eldur lagt stóra bróður að velli tvisvar sinnum í röð.

Fréttir
- Auglýsing -