spot_img
HomeFréttirPhil Jackson fljótastur í 900 sigra

Phil Jackson fljótastur í 900 sigra

14:49 

{mosimage}

 

 

Phil Jackson þjálfari Los Angeles Lakers varð í nótt fljótasti þjálfarinn í sögu NBA til að vinna 900 leiki þegar lið hans sigraði Dallas Mavericks, 101-98, en Dallas hafði fyrir leikinn sigrað 12 leiki í röð. Jackson þurfti aðeins 1264 leiki til að sigra 900 leiki og sló þar með met Pat Riley sem afrekaði þetta sama í 1278 leikjum.

 

Kobe Bryant fór mikinn í liðið Lakers sem fyrr og skoraði 14 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta en hann tók auk þess 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar en Bryant hefur verið duglegur að deila boltanum með félögum sínum í liðinu í vetur og fyrir vikið leikur liðið mun betur og er til alls líklegt þó Lamar Odom og Kwame Brown séu meiddir. Hinn 22 ára gamli Slóveni, Sasha Vujacic skoraði 16 stig fyrir Lakers og þar af mikilvæga þriggja stiga körfu þegar 28 sekúndur voru eftir af leiknum. Luke Walton skoraði 21 stig.

 

Hjá Dallas var Dirk Nowitzki atkvæðamestur með 29 stig og 13 fráköst. Josh Howard skoraði 20 stig.

 

Önnur úrslit næturinnar:

Washington Wizards – Toronto Raptors 111-116

San Antonio Spurs – Memphis Grizzlies 110-96

Golden State Warriors – Phoenix Suns 105-128

Houston Rockets – Minnesota Timberwolves 99-103

Boston Celtics – Orlando Magic 79-87

Miami Heat – Portland Trail Blazers 93-90

 

Frétt af www.sport.is

Fréttir
- Auglýsing -