13:07
{mosimage}
Í kvöld lýkur 8-liða úrslitum Lýsingarbikarkeppni karla með tveim leikjum.
Í Seljaskóla má búast við hörkuleik þegar heimamenn taka á móti Skallagrímsmönnum. Þessi sömu lið áttust við í Iceland Express deildinni 29.des sl. og þá sigruðu ÍR með 13 stiga mun. Skallagrímsmenn eru mun ofar í deildinni en það er ekki alltaf spurt að því þegar um bikarleiki er að ræða.
Á Selfossi tekur svo 1.deildarlið FSu á móti Keflvíkingum.
Báðir leikir hefjast klukkan 19:15
Grindavík og Hamar/Selfoss eru þegar komin áfram í undanúrslit.
Í Lýsingarbikar kvenna eru Hamar, Haukar, Grindavík og Keflavík komin í undanúrslit.