11:27
{mosimage}
Bandaríski leikmaðurinn Tiara Harris sem lék með kvennaliði Breiðabliks fyrri hluta Íslandsmótsins mun ekki leika meira með liðinu á þessu ári. Blikakonur mættu Keflavík í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og urðu þar að sætta sig við stóran ósigur án Harris sem mætti ekki aftur til æfinga á nýju ári.
Tiara lék 10 leiki í Iceland Expressdeildinni og gerði að meðaltali í leik 21,3 stig, tók 7,5 fráköst og gaf 4,4 stoðsendingar.
Stjórn KKD Breiðabliks hefur nýjan leikmann í sigtinu og vonandi næst að ganga frá pappírsmálum áður en langt um líður.
Breiðablik mætir því Keflavík enn og aftur og nú í Iceland Express deildinni án erlends leikmanns. Liðin mættust fyrir skemmstu í þar sem Blikar töpuðu stór. Annar leikur er í deildinni í kvöld þegar Grindavíkurkonur taka á móti nýliðum Hamars.