spot_img
HomeFréttirRedd verður frá í 4-6 vikur

Redd verður frá í 4-6 vikur

12:52 

{mosimage}

 

 

Tilgangslaus troðsla Michael Redd í leik Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers hefur komið honum í koll þar sem hann tognaði í hásin er hann lenti aftur á parketinu eftir troðsluna. Redd verður frá næstu fjórar til sex vikurnar vegna þessa. Redd meiddist í leik sem Bucks höfðu þegar tapað gegn Cleveland er hann stökk upp í troðsluna, lokatölur leiksins voru 95-86 Cleveland í vil og 14 sekúndur til leiksloka þegar Redd meiddist.

 

Redd er fimmti stigahæsti leikmaðurinn í NBA deildinni þetta árið með 27,7 stig að meðaltali í leik. Þá er hann einnig með 3,8 fráköst, 2,2 stoðsendingar og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -