12:50
{mosimage}
Tveir leikir fara fram í kvennakörfunni í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 20:00. Í íþróttahúsi Kennaraháskólans taka Stúdínur á móti Íslandsmeisturum Hauka og í Stykkishólmi mætast Snæfell og Fjölnir.
Með sigri í kvöld komast Haukar að nýju á toppinn með Keflavík en liðin hafa barist hart að undanförnu um toppsætið. Haukar eru í 2. sæti Iceland Express deildar kvenna með 18 stig en Keflavík er í toppsætinu með 20 stig eftir stórsigur á Breiðablik í gær. Liðin áttust við í Lýsingarbikarnum á dögunum þar sem Haukar höfðu stórsigur 44-79 í Kennaraháskólanaum.
Snæfellskonur í 1. deild eru í 5. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, eða 16 stig eftir 8 sigurleiki. Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í deildinni.