Í könnun sem nýverið fór fram á síðunni var Sigmundur Herbertsson eða Simmi, valinn besti dómarinn. Sem kemur kannski ekki á óvart því síðastliðin ár hefur hann verið valinn besti dómarinn af leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Hinsvegar var það "nýliðinn" Jón Guðmundsson frá Keflavík sem virðist vera að koma sterkur inn, en hann var í öðru sæti að mati lesenda síðunnar. Aðrir dómarar voru hinsvegar langt undan í kosningunni.