20:40
{mosimage}
Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta setti nýtt met í fyrrakvöld í 96-44 sigri Íslandsmeistara Hauka á bikarmeisturum ÍS. Þriðja stoðsending Helenu var hennar hundraðasta í deildinni á tímabilinu og hefur engum leikmanni tekist að náð að gefa sína hundruðustu stoðsendingu svo snemma á tímabilinu.
Helena bætti sitt eigið met frá því í fyrra um 7 daga og tvo leiki en hún er aðeins ein þriggja leikmanna sem gefið hafa 100 stoðsendingar á einu tímabili. Hinar eru Alda Leif Jónsdóttir og Andrea Gaines. Þetta er þriðja tímabilið í röð sem Helena gefur á annað hundrað stoðsendingar.
Frétt af www.visir.is