spot_img
HomeFréttirAkademía hjá KR Körfu

Akademía hjá KR Körfu

9:18

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild KR mun hefja mánudaginn 15. janúar æfingar í Akademíu fyrir iðkendur deildarinnar, en að auki stendur deildin fyrir Elítuæfingum sem munu halda áfram. 22 iðkendur voru boðaðir í Akademíuna.

Iðkendurnir koma frá bæði karla og kvennaflokkum félagsins, meistaraflokk og niður í 8. flokk.

Hjá okkur í körfuknattleiksdeildinni í KR ríkir mikill metnaður og hefur það endurspeglast í starfi deildarinnar. Við viljum skapa okkar iðkendum umhverfi eins og best verður á kosið svo þeir geta vaxið og dafnað bæði sem leikmenn og manneskjur. Aðstæður og þjálfun skiptir þar miklu máli og teljum við okkur standa í fremstu röð í þeim efnum. Við viljum þó ávallt gera betur og er liður í því að stofna akademíu fyrir okkar efnilegustu leikmenn.  Í haust var stofnuð knattspyrnuakademía KR undir stjórn Teits Þórðarsonar sem æfir á morgnanna þrisvar sinnum í viku. Strax og við í körfuknattleiksdeildinni heyrðum af því urðum við áhugsamir um að hefja slíka akademíu fyrir okkar efnilegu körfuknattleikskrakka. Eftir að fylgst með gengi knattspyrnunnar á haustmánuðum höfum við ákveðið að slá til og prófa að hafa okkar eigin akademíu sem mun hefjast mánudaginn 15. janúar 2007.  Akademían mun æfa tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum fyrir skóla. Æfingar munu hefjast klukkan 6:30 og ljúka 7:30. Þá yrði farið í sturtu og síðan snæddur morgunmatur sem við myndum útvega í KR-heimilinu. Stefnt yrði síðan á að krakkarnir væru lagðir af stað í skólann eigi síðar en 7:55.  Æfingarnar í akademíunni verða einstaklingsæfingar þar sem lögð verður áhersla á að vinna í grundvallaratriðum sem oft gefst ekki tími til að fara yfir á liðsæfingum. Unnið verður í boltatækni, skottækni, fótavinnu og fleiri í þeim dúr.  Þjálfari akademíunnar verður Finnur Freyr Stefánsson, en unnið verður eftir æfingaáætlun sem þeir Ingi Þór Steinþórsson, yfirþjálfari KR og Benedikt Guðmundsson, meistaraflokksþjálfari KR munu hanna. Báðir eru þeir þrautreyndir unglingalandsliðsþjálfarar og hljóta að teljast með reyndustu og bestu þjálfurum landsins.                      

Í akademíuna munum við bjóða krökkum sem eru fædd frá 1986 til 1993 og okkur þykir hafa sýnt bæði góða hæfileika í íþróttinni sem og áhuga og metnað fyrir því að verða enn betri.  Einnig mun nám einstaklingsins verða tekið inní akademíuna, en við viljum að iðkendurnir sinni skólanum sínum af bestu getu og tökum við hart á því að iðkendur mæti vel í skólann.

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -