12:47
{mosimage}
(Elvir Ovcina leikmaður Oostende)
Körfuknattleiksmenn geta fengið nóg fyrir sinn snúð á Eurosport 2 í dag. Klukkan 16 verða sýnd helstu atriði leikja í spænsku deildinni um helgina og klukkan 16:30 eru það hápunktar Euroleague í síðustu viku.
Klukkan 17 hefst svo bein útsending frá leik í ULEB cup milli Hapoel Jerusalem frá Ísrael og Alba Berlin frá Þýskalandi. Strax að honum loknum eða klukkan 19 er svo bein útsending frá leik í sömu keppni milli Lietuvos Rytas frá Litháen og AEK Athens frá Grikklandi og honum loknum verður sýndur leikur ítalska liðsins Siena gegn Oostende frá Belgíu. Klukkan 22:15 verður svo leikur Hapoel og Alba Berlin endursýndur.
Mynd: www.ulebcup.com