19:24
{mosimage}
Dwyane Wade, Miami Heat, og Dirk Nowitzki voru í dag kjörnir leikmenn vikunnar í vestur- og austurdeild NBA deildarinnar fyrir leikdagana 8. janúar – 14. janúar.
Wade var með 27,7 stig að meðaltali í leik, 10,7 stoðsendingar, 5,3 fráköst og 2 stolna bolta og lagði lóðin vel á vogarskálarnar til að hala inn þremur sigurleikjum á útivelli.
Nowitzki gerði 32,5 stig að meðaltali í leik, tók 8,5 fráköst, gaf 3,5 stoðsendingar og stal einum bolta að meðaltali í leik.
{mosimage}