spot_img
HomeFréttirHaukar án erfiðismun á toppinn

Haukar án erfiðismun á toppinn

10:03 

{mosimage}

 

 

Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í stökustu vandræðum með að komast einar á topp Iceland Express deildar kvenna í gær. Haukar mættu Breiðablik í Smáranum og er óhætt að segja að Íslandsmeistararnir hafi verið búnar að vinna leikinn áður en hann hófst. Lokatölur voru 42-121 Haukum í vil. Haukar eru nú með 22 stig á toppi deildarinnar en Keflavík lá gegn Grindavík í gær og eru því í 2. sæti deildarinnar með 20 stig.

 

Staðan að loknum fyrsta leikhluta í Smáranum í gær var 8-27 og í hálfleik var staðan 18-62 og aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Breiðablik lék án erlends leikmanns en karfan.is greindi frá því í gær að von væri á nýjum leikmanni til liðs við Blika.

 

Lokatölur urðu eins og áður greinir 42-121 en þrír leikmenn Hauka gerðu 20 stig eða meira í gær. Stigahæst Íslandsmeistaranna var Helena Sverrisdóttir með 22 stig, 12 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Kristrún Sigurjónsdóttir og Ifeoma Okwonko gerðu báðar 20 stig í leiknum.

 

{mosimage}

 

Hjá Breiðablik var Freyja Sigurjónsdóttir með 10 stig og Telma B. Fjalarsdóttir með 9 stig og 15 fráköst. Breiðabliksliðið tapaði 57 boltum í leiknum í gær og voru yfirburðir Hauka óumdeildir.

   

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -