23:12
{mosimage}
Snæfell gerði góða ferð í Grafarvoginn í kvöld og landaði þar þriggja stiga sigri 84-87 og eru þar með komnir í í þriðja sæti í Iceland Express deild karla. Eftirfarandi umfjöllun er tekin af heimasíðu Fjölnismanna, www.fjolnir.is
Umfjöllunin á vefsíðu Fjölnis. Meðfylgjandi myndir tók Snorri Örn Arnaldsson:
Geta gengið stoltir af velli eftir nauman ósigur
Enn einum háspennu leiknum er nú lokið í Dalhúsum þar sem að Fjölnismenn lutu í lægra haldi gegn Snæfellingum með 3 stiga mun. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hver einasti leikmaður á vellinum ætlaði sér sigur. Því miður datt sigurinn ekki okkar meginn en strákarnir eiga þó hrós skilið fyrir góðan leik í kvöld.
1. Leikhluti:
Hjá Fjölni byrjuðu þeir Hjalti Vilhjálms, Hörður Vilhjálms, Árni Ragnars, Kareem Johnson og Nemanja Sovic.
Kareem skoraði fyrstu körfu leiksins undir körfunni eftir sendingu frá Hjalta. Justin svaraði þó fljótt fyrir Snæfell með þriggja stiga körfu en Nemanja náði forystunni aftur með glæsilegum snúning. Fjölnismenn voru heldir seinir aftur næstu 3 mínúturnar og Snæfellingar skoruðu 6 stig úr hraðaupphlaupum. Við náðum þó að svara fyrir okkur en þegar að 5 mínútur voru liðnar af leikhlutanum vorum við 6 stigum undir, 10-16.
Nemanja og Kareem skoruðu góðar körfur og komu okkur aftur yfir, 17-16. Þegar að 3 mínútur voru eftir skipti Níels Dungal inn fyrir Hjalta Vilhjálms. Justin hrökk í gang síðustu mínútur leikhlutans, skoraði 6 stig í röð og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-26 fyrir gestina.
Kareem og Hlynur háðu harða baráttu undir körfunni og erfitt var að greina á milli hvor hafði betur. Nemanja var sjóðandi heitur og setti niður hverja körfuna á fætur annari. Vörn Fjölnismanna var hriplek og fengum við á okkur 26 stig í leikhlutanum sem er alltof mikið. En sem betur fer var sóknarleikurinn í lagi þannig að við náðum að halda í við þá.
{mosimage}
2. Leikhluti:
Jón Ólafur skoraði fyrstu körfu 2. leikhluta fyrir Snæfell. Okkur gekk erfiðlega að koma boltanum ofan í og eftir þriggja mínútna leik höfðum við ekki enn skorað. Hinn ungi Valur Sigurðsson skipti þá inn fyrir Árna Ragnarsson og fékk skýr skilaboð “Taktu Justin út úr leiknum” Hann réði heldur betur við það verkefni og eftir að Justin hafði varla snert boltann í tvær mínútur var honum skipt útaf. Hann skoraði svo fyrstu 5 stig Fjölnis í leikhlutanum og staðan 25-32 þegar að þjálfari Snæfells tók leikhlé.
Við vorum enn að fá alltof mikið af körfum á okkur eftir hraðaupphlaup og lítið gekk í sókninni. Við létum dómarana fara í taugarnar á okkur en það var vonandi að þessi 5 stig Vals í röð myndu kveikja í okkur.
Magni skoraði fyrstu körfu Snæfells eftir leikhlé en hver annar en Valur Sigurðsson var enn og aftur á ferðinni með þrist hinummegin, 8 stig hjá honum á innan við mínútu. Fljótlega var allt annað að sjá Fjölnisliðið og við fórum að berjast eins og ljón. Við söxuðum niður forskot Snæfells og þegar að 5 mínútur voru eftir var munurinn kominn í aðeins 3 stig. Stóru menn Snæfells komust ekki framhjá Kareem Johnson sem var mjög ógnandi í vörninni. Þegar að Árni minkaði svo muninn í 1 stig, 34-35 tóku Snæfellingar leikhlé.
Staðan í hálfleik 38-42
{mosimage}
3. Leikhluti:
Nemanja skoraði fyrstu körfu leikhlutans úr hraðaupphlaupi. Árni fylgdi á eftir úr öðru eftir að við stálum boltanum og leikurinn jafn. Magni misnotaði þá opið skot og Árni endaði frír á þriggja stiga línunni, setti hann ofan í og kom okkur yfir í fyrsta skiptið í langan tíma.
Snæfellingar svöruðu en réðu aftur á móti ekkert við Kareem Johnson í teignum sem skoraði tvær sterkar körfur í röð, við enn stigi yfir 49-48 þegar að 7 mínútur voru eftir. Þá tók við ótrúlega barátta Fjölnismanna, við björguðum boltanum þrisvar sinnum á línu sem endaði svo með hang-troði frá Herði.
Áfram héldu liðin að skiptast á körfum og enn einn spennuleikurinn í gangi í Dalhúsum. Þegar að 4 mínútur voru eftir tók Bárður leikhlé í stöðunni 56-54 fyrir okkar menn. Eftir leikhlé gaf hvorugt liðið þumlung eftir og skiptust á að skora eftir mikla barninga undir körfunni. Að loknum leikhlutanum vorum við 1 stigi undir, 62-63
{mosimage}
4. Leikhluti:
Sigurður Þorvaldsson skoraði fyrstu körfu síðasta leikhlutans. Nemanja svaraði með einu víti eftir nærri tveggja mínútna leik og þegar að Jón Ólafur skoraði fyrir Snæfell voru þeir komnir 4 stigum yfir. Bárður tók leikhlé og 8 mínútur eftir. Það virkaði þó ekki sem skildi því Magni skoraði úr þrist um leið og þeir tóku boltann inn og Snæfell komnir 7 stigum yfir.
Nemanja skoraði þá úr þrist og óskandi fyrir okkar menn að hann dytti í gang og tæki einn af sínu frægu endasprettum. Árni stal boltanum í næstu sókn Snæfells og fiskaði tvö vítaskot. Hann misnotaði þó bæði og alltof mörg vítaskot farin forgörðum hjá okkar mönnum. Við náðum ekki að fylgja góðu áhlaupi eftir og Snæfellingar skoruðu 6 stig í röð. Þegar að 4 mínútur vorum við 8 stigum undir, 70-78 og Bárður tók leikhlé.
Við komum brjálaðir inn eftir leikhlé, skoruðum 4 stig í röð og stöðvuðum Snæell svo í annari sókn þeirra í röð, Kareem komst undir, brotið var harkalega á honum og Snæfellingar fengu á sig ásetningsvillu. Kareem nýtti bæði skot sín og munurinn aðeins tvö stig, 76-78. Aftur stöðvuðum við þá og maður hafði á tilfinningunni að við værum óstöðvandi þessar síðustu tvær mínútur sem lifðu leiks.
{mosimage}
Sigurður Þorvaldsson náði þó boltanum og komst upp í sniðskot, en brotið var á honum og fengum við einnig á okkur tæknivillu. Snæfell fengu fjögur vítaskot og boltann en nýttu aðeins tvö þeirra. Þeir fengu innkast á miðlínu en Justin fékk dæmt á sig skref og við áttum boltann, 4 stigum undir og 1 mín og 30 sek eftir. Níels braust inn í teig og skoraði úr stuttu skoti og spennan í hámarki! Magni lék á okkar menn hinummegin og skoraði úr sniðskoti. Við tók rosaleg barátta og þegar að 40 sekúndur lifðu leiks leit út fyrir að Snæfellingar væru komnir með öruggan sigur. Nemanja skoraði þá rosalega þrista og gerði leikinn aftur hörkuspennandi. Snæfellingar fengu fjölmörg vítí á síðustu sekúndum leiksins og þegar að 5 sekúndur voru eftir fékk Helgi Reynir tvö slík þegar að Snæfell voru 1 stigi yfir. Hann skoraði úr báðum vítunum. Hörður Axel þaut upp völlinn, fékk ekki hjálp frá félögunum og neyddist til að taka erfitt skot sem rétt svo geigaði.
Niðurstaðan 3 stiga sigur Snæfells, 84-87.
Texti: www.fjolnir.is
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson
{mosimage}