spot_img
HomeFréttirFimm leikir hér heima í kvöld

Fimm leikir hér heima í kvöld

12:57 

{mosimage}

(Verður Lamar Karim með flugeldasýningu í Þorlákshöfn í kvöld?) 

Fimm leikir eru á dagskrá hér heima í kvöld í þremur deildum. Í Iceland Express deild karla fara fram tveir leikir þegar 13. umferð lýkur. Tveir leikir eru í 1. deild karla og einn leikur í 2. deild karla. 

Nýliðaslagur Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls fer fram í Þorlákshöfn og hefst kl. 19:15. Með sigri í kvöld geta Þórsarar jafnað Tindastól að stigum en Stólarnir eru í 9. sæti deildarinnar með 8 stig en Þór hefur 6 stig í 10. sæti deildarinnar. Liðin mættust fyrst í deildinni þann 24. október á Sauðárkróki þar sem Tindastóll hafði nauman 90-87 sigur og því má gera ráð fyrir hörkuleik í Þorlákshöfn í kvöld. 

Að Ásvöllum mætast Haukar og Grindavík kl. 19:15 en Haukar sitja á botni deildarinnar með 4 stig en Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig. Grindvíkingar hafa tapað síðustu fimm leikjum í deildinni og leita nú að langþráðum sigri. Haukar hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og verða að ná sér í sigur ef þeir ætla sér ekki að leika í 1. deild að ári. 

Í 1. deildinni virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Þórs en sannkallaður toppslagur verður á Akureyri í kvöld þegar Þórsarar taka á móti Valsmönnum. Bæði lið hafa á sterkum Bandaríkjamönnum að skipa en Þór er efst í deildinni með fullt hús stiga. Valsmenn eru í 3. sæti aðeins tveimur stigum á eftir Þór. Valur hefur leikið tveimur leikjum meir í deildinni en Þór og þurfa nauðsynlega á sigri að halda ætli þeir sér ekki að missa Þórsara of langt fram úr sér. Leikurinn hefst kl. 19:15. 

Annar toppslagur fer fram í 1. deild í kvöld þegar Breiðablik mætir FSu í Smáranum. Blikar eru í 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Valsmenn eða 10 stig en FSu er í 4. sæti með 8 stig.  

Einn leikur fer svo fram í 2. deild karla í riðli A-5 þegar UMFH tekur á móti ÍBV.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -