spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jón Arnór með 11 stig í naumu tapi

Molar að utan: Jón Arnór með 11 stig í naumu tapi

23:21

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig fyrir Valencia (9-9) sem tapaði með einu stigi, 74-75 fyrir Etosa Alicante í spænsku ACB deildinni í dag. Jón Arnór lék í tæpar 31 mínútur í leiknum.

Randers (10-5) sigraði AaB á útivelli í dönsku úrvalsdeildinn í gær 94-82 og er sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar. Helgi Freyr Margeirsson lék í 16 mínútur og skoraði 2 stig.  

Í spænsku LEB2 deildinni tapaði Axarquia (9-11) fyrir Imaje Sabadell Gapsa á útivelli 68-75. Pavel Ermolinskij skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum. 

Chemnitz 99 (13-3) heldur sigurgöngu sinni áfram í suður riðli þýsku 2. deildarinnar, en í gær sigraði liðið ASC Theresianum Mainz 96-70 á útivelli. Mirko Virijevic skoraði 10 stig fyrir Chemnitz sem er enn á toppnum með POM baskets Jena og Kaiserslautern.  

Damon Johnson var í byrjunarliðið L’Hospitalet (11-9) sem sigraði Aguas de Valencia Gandia á heimavelli 95-89. Damon skoraði 8 stig í leiknum. Sporting Athens (12-3) sigraði AGE Halkidas á heimavelli um helgina 61-56 og er enn á toppi grísku A2 deildarinnar. Darrel Lewis skoraði 14 stig fyrir Sporting og tók 7 fráköst. 

Lærisveinar Kevins Grandbergs í Glostrup töpuðu enn einum leiknum í dönsku 1. deildinni um helgina þegar liðið tók á móti Herlev. Heimamenn skoruðu 74 gegn 84 gestanna.

[email protected]

 

Mynd: www.acb.com  

Fréttir
- Auglýsing -