spot_img
HomeFréttirPressuvörn Keflavíkur sló ÍS út af laginu

Pressuvörn Keflavíkur sló ÍS út af laginu

10:41 

{mosimage}

 

 

Þrettándu umferð í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik lauk í gær þegar Keflavíkurkonur heimsóttu ÍS í íþróttahús Kennaraháskólans í Reykjavík. Keflavík landaði þar góðum sigri 65-83 þar sem TaKesha Watson gerði 21 stig í leiknum. Með sigrinum náðu Keflavíkurkonur að saxa á forskot Hauka í deildinni en Haukar eru á toppi deildarinnar með 24 stig en Keflavík hefur 22.

 

Stúdínur hófu leikinn betur og höfðu yfir að loknum fyrsta leikhluta 21-17 en Keflavíkurkonur mættu einbeittar í annan leikhluta og hófu að pressa stíft á ÍS. Pressan skilaði tilætluðum árangri því ÍS hóf að kasta frá sér boltanum í gríð og erg og fyrir vikið uppskar Keflavík nokkrar auðveldar körfur. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin 29-44 fyrir Keflavík og gerðu Stúdínur aðeins 8 stig allan annan leikhluta.

 

{mosimage}

 

TaKesha Watson var komin með 18 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleik og stefndi allt í stórleik hjá henni.

 

Watson hafði fremur hægt um sig í síðari hálfleik en það hindraði Keflavíkurliðið ekki í því að auka forystuna og fyrir loka fjórðunginn var staðan orðin 41-66 Keflavík í vil. Þegar útlitið að undanförnu hefur verið hvað verst hjá ÍS þá hafa þær gyrt í brók og gerðu það gegn Haukum á dögunum og í gær varð engin undantekning á. Stúdínur unnu lokaleikhlutann en sá eldmóður kom enn einu sinni of seint hjá þeim og Keflavík hafði því öruggan sigur 65-83.

 

TaKesha Watson gerði aðeins þrjú stig í síðari hálfleik en var engu að síður stigahæst í liði Keflavíkur með 21 stig og 6 stolna bolta. Hjá ÍS var Tinna B. Sigmundsdóttir með 13 stig en Signý Hermannsdóttir gerði 9 stig, tók 20 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiksins

 

Frétt og myndir af www.vf.is

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -