spot_img
HomeFréttirGuðrún Björnsdóttir: Spáir báðum Keflavíkurliðunum í Höllina

Guðrún Björnsdóttir: Spáir báðum Keflavíkurliðunum í Höllina

12:29 

{mosimage}

 

 

Í ár er keppt í fjórða sinn um Lýsingarbikarinn í körfuknattleik og af því tilefni fengum við Guðrúnu Soffíu Björnsdóttur, yfirmann markaðs- og þróunarsviðs Lýsingar, til að rýna í undanúrslitaleikina í karla- og kvennaflokki sem fram fram fara á sunnudag og mánudag. Guðrún er eiginkona Magnúsar Guðfinnsonar sem ætti að vera körfuknattleiksáhugafólki að góðu kunnur. Guðrún er borinn og barnfæddur Njarðvíkingur en Magnús er Keflvíkingur svo körfuknattleikur hefur ekki farið fram hjá þeim á uppvaxtarárunum.

 

Lítum á hvernig Guðrún heldur að málin eigi eftir að þróast:

 

Grindavík – Haukar – kvk:

Held að Haukarnir muni fara með sigur úr þessari viðureign þó svo að Grindavík sé á

heimavelli. Væntanlega munu um 5-10 stig skilja liðin að í lokin.

 

 

Grindavík – ÍR – kk:

Virkilega spennandi viðureign. Þó svo ég spái kvennaliði Grindavíkur tapi, held ég

að karlaliðinu takist að koma sér í úrslitin með sigri í viðureign sinni gegn ÍR.

Síðustu vikur hafa þó ÍR-ingar átt mjög góða leiki á milli og því gæti sigurinn þess

vegna lent þeirra megin – í lokin verður stigamunur liðanna væntanlega ekki mikill.

 

 

Hamar/Selfoss – Keflavík – kk:

Held að heimavöllurinn muni ekki duga Hamarsmönnum til sigurs gegn sterku liði

Keflvíkinga – Kelfavík mun sigla inn í úrslitin með 15 stiga sigri fyrir austan

fjall.

 

 

Keflavík – Hamar – kvk:

Það eru allar líkur á því að Keflavík verði með bæði kvenna og karlalið sitt í

úrslitum Lýsingarbikarsins. Held að þær sigri Hamarsstúlkur nokkuð auðveldlega í

Keflavík.

 

 

Annars er það skemmtilega við bikarleiki að oft koma úrslitin mjög á óvart en

bikarkeppnin er oft keppni "litlu" liðanna, þannig að það verður mjög spennandi að

sjá akkúrat hvaða liðum langar nógu mikið í úrslitaleikina í Höllinni.

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -