spot_img
HomeFréttirHlynur Bæringsson: Spáir báðum Keflavíkurliðunum áfram

Hlynur Bæringsson: Spáir báðum Keflavíkurliðunum áfram

10:19 

{mosimage}

 

 

Í gær var það Guðrún Soffía Björnsdóttir hjá Lýsingu sem spáði í undanúrslit Lýsingarbikarsins sem fram fara á sunnudag og mánudag. Guðrún spáði karla- og kvennaliði Keflavíkur áfram og inn í Höllina og slíkt hið sama gerir baráttumiðherjinn Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells og íslenska landsliðsins.

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-Haukar, kvk, kl. 17:00

Haukar eru besta liðið en ég held að Hólmarinn Hildur Sigurðardottir verði með stórleik og það verði óvænt úrslit. Haukar vinna með 4 stigum.

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-ÍR, kk, kl. 19:15

Hörkuleikur, ÍR á ágætis skriði seinustu vikur með Nate Brown og Hreggvið spræka, Grindavík hins vegar verið daprir, sérstaklega ef tekið er mið af mannskapnum sem er þarna en það batnar örugglega fljótlega, fer mikið eftir því hvaða vinning þeir fá í kanalottóinu, held að það sé meiri stemmning í herbúðum ÍR þessa dagana og spái þeim því sigri. Þeir gætu þó tapað þessu ef eitthver hefur stolið hnetusmjörinu hans Calvin Clemmons, þá sýður úr honum og hann mun taka út reiði sína á Breiðhyltingum.

 

Sunnudagur 28. jan: Hamar/Selfoss-Kefavík, kk, kl. 19:15

Keflavík er að sjálfsögðu með mun betra lið en það lenda allir í basli í þessum kofa þarna í Hveragerði, Byrd verður að eiga teiginn til að þeir eigi séns. Hins vegar spái ég því að slakasti tölvuleikjaspilari landsins,Magnús Gunnarsson, verði betri í alvörunni og setji 8 þrista, þar af einn á seinustu sekúndunum og tryggi Keflavík nauman sigur.

 

Mánudagur 29. jan: Keflavík-Hamar, kvk, kl. 19:15

Hamar kom mjög á óvart með því að vinna stjörnum prýtt lið Snæfells í Hólminum í 8 liða úrslitum, sá þann leik og var kaninn þeirra komin með 34 stig í hálfleik, held þó að hún þurfi að skora 100 stig blessunin til að vinna þennan leik. Keflavík vinnur ansi hreint þægilegan sigur á mánudag.

 

Karfan.is mun leita fanga víða í spámönnum fyrir undanúrslitahelgina stóru svo fylgist vel með hér á karfan.is og munið að fjölmenna á vellina á sunnudag og mánudag.

 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -