spot_img
HomeFréttirJakob Örn: Líst vel á nýja þjálfarann

Jakob Örn: Líst vel á nýja þjálfarann

12:11 

{mosimage}

 

 

Gengi Gestiberica Vigo í LEB 2 deildinni á Spáni hefur ekki verið sem skyldi þetta tímabilið og eru þeir með þriðja þjálfarann núna á þessu tímabili. Vigo er í 17. sæti deildarinnar, næst neðsta sæti, með 5 sigurleiki og 15 tapleiki á bakinu. Engu að síður er landsliðsmaðurinn og leikmaður Vigo, Jakob Örn Sigurðarson, nokkuð bjartsýnn og segir nýjasta þjálfarann hafa góð áhrif á lið sitt.

   

,,Okkur hefur gengið mjög illa það sem af er tímabilinu og það hafa orðið miklar breytingar á liðinu. Við erum á þriðja þjálfaranum og þá hefur verið skipt um þónokkuð af leikmönnum. Mér líst annars vel á nýja þjálfarann og hann hefur góða reynslu úr ACB og LEB 1 deildunum. Fram að þessu hefur hann haft góð áhrif á liðið og vonandi heldur það áfram,” sagði Jakob Örn í samtali við karfan.is

 

{mosimage}

 

Jakob hefur gert 9,25 stig að meðaltali í leik en á morgun mætir Vigo liði Clínicas Rincón Axarquia sem er í 13. sæti deildarinnar. Jakob segir að honum hafi gengið ágætlega á tímabilinu en að hann eigi mikið inni. ,,Nýji þjálfarinn hefur fært mig í tvistinn sem mér líst bara ágætlega á. Mikið af kerfum okkar eru fyrir skotmennina sem koma af skrínum og skjóta þannig að ég kvarta ekki yfir því,” sagði Jakob.

 

Jakob segir ennfremur að það hafi tekið verulega á andlegu hliðna að tapa svona mikið af leikjum en hann segist engu að síður reyna að læra af þessu. ,,Ef svona aðstæður koma upp aftur þá er maður betur undir það búinn fyrir þær og hvernig eigi að bregðast við,” sagði Jakob Örn að lokum sem óðum er að ná betri tökum á spænskunni.

 

Sjá frétt af sigri Vigo á dögunum

 

Myndir af heimasíðu Vigo: http://www.ciudaddevigobasquet.com/

Fréttir
- Auglýsing -