spot_img
HomeFréttirAnna María: Spáir Grindavíkurkonum áfram

Anna María: Spáir Grindavíkurkonum áfram

15:48 

{mosimage}

 

 

Ástsælasta körfuknattleikskona landsins, Anna María Sveinsdóttir, spáir Grindavíkurkonum áfram í Laugardalshöll sem og karlaliði Grindavíkur. Anna María lék lengi vel með Keflavík og er ein reynslumesta körfuknattleikskona landsins. Hún lagði skóna á hilluna í fyrra í kveðjuleik sínum gegn Breiðablik þar sem hún rauf 5000 stiga múrinn. Sjáum hvað Anna María hefur að segja:

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-Haukar, kvk, 17:00

Þetta verður án efa alveg hörkuleikur, tvö mjög góð lið að berjast um að komast í Höllina og þangað vilja allir komast enda einstök stemming sem fylgir því. Haukarnir hafa verið góðar í allan vetur en Grindavík hefur verið að stíga upp undanfarið þannig að ég á von á því að það verði innan við 5 stig sem skilja liðin að og í þessu tilfelli held ég að heimavöllurinn ráði úrslitum og Grindavík vinni.

 

Sunnudagur 28. jan: Grindavík-ÍR, kk, 19:15

Erfitt að spá um þennan leik. ÍRingar hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið, fengið smá vítamínssprautu með nýjum þjálfara og svo munaði um að fá Hreggvið inn þannig að þeir verða eflaust sterkir. Grindvíkingar eiga erfitt uppdráttar hvort sem kani verður kominn eða ekki. Það er erfitt að fá nýjan mann inn stuttu fyrir svona leik, hafa ekki verið að spila neitt sérstaklega vel en ég hef trú á að þeir stígi upp í þessum leik og Frikki hafi tromp uppi í hendinni og komi þeim í úrslit.

 

Sunnudagur 28. jan: Hamar/Selfoss- Keflavík, kk, 19:15

Þetta er einn af erfiðari útivöllum landsins, Hamar/Selfoss hafa spilað vel á heimavelli í vetur og unnið sæta sigra, en ég er að bíða eftir að mínir menn hrökkvi í gang og spili eins og þeir gera best og það verður í þessum leik ! Keflavík vinnur þessa viðureign

nokkuð örugglega og fara í Höllina í ár.

 

Mánudagur 29. jan: Keflavík – Hamar, kvk, kl. 19:15

Með allri virðingu fyrir Hamri sem eiga framtíðina fyrir sér þá tekur Keflavík þetta örugglega þær eru einfaldlega of sterkar og ég tala nú ekki um á heimavelli, Kesha kveður Keflavík með góðum leik og kemur þeim í úrslit.

 

Sjá spá Benedikts Guðmundssonar

Sjá spá Hlyns Bæringssonar

Sjá spá Guðrúnar Björnsdóttur

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -