spot_img
HomeFréttirJamal Crawford með 52 stig

Jamal Crawford með 52 stig

 

 

Jamal Crawford, leikmaður New York Knicks skoraði 52 stig í nótt gegn Miami Heat í Madison Square Garden. Þetta er það hæsta sem Crawford hefur skorað á ferlinum og þess má geta að Crawford hitti úr 16 skotum í röð sem verður að teljast nokkuð gott. Hann hitti ekki úr fyrstu fjórum skotum sínum, en eftir það klúðraði hann ekki skoti fyrr en 2 mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum og meðal annars 8 af 10 þriggja stiga tilraunum sínum. Knicks unnu Heat 116-96.

 

Shaquille O’Neal er nýstiginn úr meiðslum hjá Heat en sagðist skamma sín að vera undir 50% sigurhlutfalli, í fyrsta sinn á ferlinum. Miami sem eru núverandi meistarar þurfa aldeilis að spýta í lófana til þess að laga stöðu sína.

 

New York Knicks er algjört spútnik lið austurdeildarinnar, lið sem byrjaði skelfilega framan af tímabilinu en hafa hægt og sígandi verið að vinna fleiri leiki og eru mun betur staddir í ár en í fyrra. Eiga þeir jafnvel von um að komast í úrslitakeppnina.

 

Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -