15:15
{mosimage}
Í dag á Körfuknattleikssamband Íslands afmæli. Sambandið var stofnað 29. janúar 1961 og er því 46 ára í dag.
Stofnfundur sambandsins var haldinn sunnudaginn 29. janúar 1961 að Grundarstíg 2 A í Reykjavík. Stofnaðilar og fulltrúar þeirra á fundinum voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur (Þór Hagalín, Ingi Þorsteinsson, Ásgeir Guðmundsson), Íþróttabandalag Suðurnesja (Bogi Þorsteinsson, Ingi Gunnarsson) Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (Hjördís Guðbjörnnsdóttir, Eiríkur Skarphéðinsson), Íþróttabandalag Keflavíkur (Hafsteinnn Guðmundsson), Íþróttabandalag Akureyrar (Birgir Hermannsson, Vignir Einarsson) og Íþróttabandalag Vestmannaeyja (Hrafn G. Johnsen, Daníel Kjartansson).
Heimild: Leikni framar líkamsburðum.
Karfan.is óskar KKÍ innilega til hamingju með afmælið.