09:02
{mosimage}
LA Lakers töpuðu þriðja leik sínum í röð í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt, nú fyrir New York Knicks, 99:94. Liðið spilaði án Kobe Bryant, helstu stjörnu sinnar, og hinir leikmennirnir hittu körfuna ekki nógu vel. Eddy Curry skoraði 27 stig fyrir heimamenn í New York og Lamar Odom 25 stig fyrir Lakers.
Úrslit annarra leikja voru þessi:
Indiana 103, Boston 96
Washington 104, Detroit 99
Cleveland 124, Golden State 97
Miami 110, Milwaukee 80
Dallas 122, Seattle 102.
Frétt af www.mbl.is