09:10
{mosimage}
Kobe Bryant snéri aftur eftir eins leiks bann og skoraði 43 stig fyrir LA Lakers þegar liðið vann Boston Celtics, 111:98, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Hefur Boston þá tapað 13 leikjum í röð. Bryant var í miklu stuði og tróð m.a. aftur fyrir sig á lokamínútum leiksins, stuðningsmönnum Lakers til mikillar gleði.
Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:
Orlando 98, Milwaukee 73
Atlanta 115, Golden State 94
Toronto 119, Washington 109
Charlotte 104, New York 87
Detroit 113, New Jersey 89
Dallas 95, Memphis 94
Sacramento 100, Minnesota 98
Philadelphia 89, New Orleans 78
Houston 112, Seattle 102
Utah 97, San Antonio 93
Portland 100, Denver 91
L.A. Clippers 110, Chicago 98.
Frétt af www.mbl.is