20:56
Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld og er þeim að ljúka nú hverjum á fætur öðrum.
Á Selfossi tóku heimamenn í Hamri/Selfossi á móti Skallagrímsmönnum og fóru gestirnir með sigur af hólmi 77-99.
Þór í Þorlákshöfn vann mikilvægan og óvæntan sigur á Snæfellingum á heimavelli 89-87.
Keflvíkingar sigruðu loks á útivelli þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvelli og sigruðu 95-70.
Grindvíkingar hefndu ófaranna úr undanúrslitum í bikarnum og sigruðu ÍR inga í Seljaskóla 93-81.