spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Skallagrímur sigraði á Selfossi

Umfjöllun: Skallagrímur sigraði á Selfossi

22:09

{mosimage}

(Axel Kárason skoraði 20 stig fyrir Skallagrím í kvöld) 

Hamar/Selfoss tapaði í kvöld gegn Skallagrím með 22 stigum, 77-99 í Iðu. Gestirnir voru í bílstjórasætinu frá því að þeir komust yfir 8-11 í byrjun og náðum við þeim aldrei eftir það. Voru þeir 12 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta (19-27) og 17 yfir í hálfleik (35-52). Þriðja leikhluta unnum við með 4 stigum og staðan 58-71 þegar 4. leikhluti hófst. en gerði lítið til því að Borgnesingar rúlluðu upp 4. leikhlutanum (eins og öllum leiknum) og lokatölur 77-99 

Eitthvað hefur sigurinn gegn Keflavík farið illa í menn, eða þá handboltalandsleikurinn því þeir voru alls ekki vel stemdir. Þrátt fyrir að Skallagrímur sé eitt albesta þriggjastiga lið í deildinni, þá leyfðum við þeim að taka 26 þriggjastiga skot og þökkuðu þeir pent fyrir sig með því að skora úr 15 þeirra (57,7%). Varnarleikurinn hjá okkur var ekki alveg nógu góður og sóknarleikurinn stundum einkennilegur, en ekki verður tekið af Skallagrímsmönnum að þeir voru góðir í kvöld.

Marvin Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik með okkur á tímabilinu og átti hann mjög fína leik og var einn okkar bestu manna. en hann var næst stigahæstur með 14 stig og fékk einkunnina 17.

www.hamarsport.is

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -