00:46
{mosimage}
(Carlos Boozer var valinn í Stjörnuleikinn)
Í gær var tilkynnt hverjir yrðu varamenn í Stjörnuleiknum sem fer fram í Las Vegas. Phoenix á þrjá varamenn í Vesturstrandarliðinu. Þrír leikmenn eru að fara spila sinn fyrsta Stjörnuleik.
Þeir Steve Nash, Shawn Marion og Amaré Stoudamire koma frá Phoenix ásamt því að þjálfarateymi liðsins undir stjórn Mike D´Antoni mun stjórna Vesturstrandarliðinu.
Þeir Carlos Boozer(Utah Jazz), Caron Butler(Washington) og Dwight Howard(Orlando) munu spila sinn fyrsta Stjörnuleik. Óvíst er hvort Boozer muni geta spilað en hann er meiddur eins og er. Ef hann verður ekki tilbúinn fyrir leikinn mun David Stern velja leikmann í stað hans.
Þjálfarar allra 30 NBA-liðana velja varamennina en þeir áttu að velja sjö leikmenn, 2 bakverði, 2 framherja, 1 miðherja og 2 leikmenn óháð stöðum. Þeir máttu ekki velja leikmenn úr eigin liði.
Varamenn austur: Caron Butler(Washington), Dwight Howard(Orlando), Chauncey Billups(Detroit), Richard Hamilton(Detroit), Jason Kidd(New Jersey), Vince Carter(New Jersey) og Jermaine O´Neal(Indiana).
Varamenn vestur: Steve Nash(Phoenix), Shawn Marion(Phoenix), Amaré Stoudamire(Phoenix), Carlos Boozer(Utah), Allen Iverson(Denver), Dirk Nowitzki(Dallas) og Tony Parker(San Antonio).
Austur – byrjunarlið feitletrað:
Dwayne Wade – Miami
LeBron James – Cleveland
Gilbert Arenas – Washington
Chris Bosh – Toronto
Shaquille O´Neal – Miami
Caron Butler – Washington
Dwight Howard – Orlando
Chauncey Billups – Detroit
Richard Hamilton – Detroit
Jason Kidd – New Jersey
Vince Carter – New Jersey
Jermaine O´Neal – Indiana
Vestur – byrjunarlið feitletrað:
Tracy McGrady – Houston
Kobe Bryant – L.A. Lakers
Kevin Garnett – Minnesota
Tim Duncan – San Antonio
Yao Ming – Houston
Steve Nash – Phoenix
Shawn Marion – Phoenix
Amaré Stoudamire – Phoenix
Carlos Boozer – Utah
Allen Iverson – Denver
Dirk Nowitzki – Dallas
Tony Parker – San Antonio