spot_img
HomeFréttirUmfjöllun: Haukar sáu ekki til sólar í seinni hálfleik

Umfjöllun: Haukar sáu ekki til sólar í seinni hálfleik

01:06

{mosimage}
(Úr leik Keflavíkur og Hauka fyrr í vetur)

Keflavík vann mikilvægan sigur á Haukum í gærkvöldi í Iceland Express-deild karla, 70-95. Keflavík lék án Magnús Gunnarssonar og tefldi aðeins fram einum erlendum leikmanni en þeir létu Ismail Muhammad fara fyrr í vikunni.

Keflavík hóf leikinn með pressuvörn og áttu Haukar í miklu basli með að leysa hana. Þeir hentu boltanum frá sér mjög oft og uppskar Keflavík margar auðveldar körfur. Þó leiddu Haukar með 1 stigi eftir 1. leikhluta en Predrag Novakovic skoraði síðustu körfu leikhlutans fyrir Hauka.

Í 2. leikhluta náðu Keflvíkingar undirtökunum í leiknum og höfðu um tíma 8 stiga forystu. Keflavík leiddi með 6 stigum í hálfleik, 45-51, en góður kafli í síðustu mínútunni gerði það að verkum.

Í seinni hálfleik datt botninn úr öllu spili Hauka. Þeir skiptu yfir í svæðisvörn en hún hafði engin áhrif á Keflvíkinga sem héldu áfram að spila ágætlega. Þeir skoruðu margar auðveldar körfur eftir tapaða bolta hjá Haukum. Munurinn jókst jafnt og þétt og hafði Keflavík 13 forystu inní loka leikhlutann, 59-72.

Í lokaleikhlutanum virtust Haukar einfaldlega gefast upp og leyfðu gestunum að auka muninn enn meir. Lokatölur 70-95.

Keflavík átti ekkert stórkostlegan leik en eins og góð lið gera þá vinna þau þrátt fyrir að spila ekkert of vel. Haukar eiga í miklum vandræðum en eftir tapið eru þeir neðstir í deildinni og miðað við spilamennsku liðsins í gærkvöldi þá verður erfitt fyrir þá að halda sér uppi.

Tölfræði leiksins

mynd og texti: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -