21:01
Leikjum kvöldsins í Iceland Express deildunum er nú lokið. Topplið Njarðvíkur vann öruggan sigur á Tindastólsmönnum 101-70 og í Grafarvogi sigraði KR Fjölni í Reykjavíkurslagnum 77-69.
Í Iceland Express deild kvenna sigraði ÍS lið Breiðabliks í Smáranum 84-69.
Þá fer fram einn leikur í 1. deild karla en þar eigast við Stjarnan og Höttur og þegar þetta er skrifað leiða heimamenn í Garðabænum.