09:51
{mosimage}
Það var aldrei spurning í nótt hvort liðið færi með sigur af hólmi þegar San Antonio Spurs mættu í heimsókn til Washington Wizards. Snemma leiks var staðan orðin 16-4 Spurs í vil og létu þeir forystuna aldrei af hendi gegn daufum heimamönnum. Wizards léku án Antwan Jamison og ljóst að þeir ganga ekki heilir án hans. Tony Parker og Tim Duncan gerðu báðir 20 stig í liði Spurs og Manu Ginobili bætti við 18 stigum. Hjá Wizards var Gilbert Arenas með 29 stig og Caron Butler gerði 15.
Önnur úrslit næturinnar og stigahæstu menn:
Toronto Raptors 113-103 Orlando Magic
Chris Bosh 41 – Dwight Howard 32
Philadelphia 76ers 92-83 Charlotte Bobcats
Andre Iguodala 27 – Gerald Wallace og Emeka Okafor, báðir 16
Atlanta Hawks 85-87 New Jersey Nets
Josh Smith 20 – Vince Carter 22
Cleveland Cavaliers 94- 77 LA Clippers
Zydrunas Ilgauskas og Aleksandar Pavlovic, báðir 16 – Elton Brand 21
Indiana Pacers 102-103 Seattle Supersonics
Jamaal Tinsley 25 – Ray Allen 33
Boston Celtics 79-91 Miami Heat
Ryan Gomes 15 – Dwyane Wade 30
Minnesota Timberwolves 121-93 Golden State Warriors
Ricky Davis 26 – Sarunas Jasikevikius 20
Dallas Mavericks 113-97 Memphis Grizzlies
Dirk Nowitzki 38 – Pau Gasol 29
Denver Nuggets 112-114 New Orleans Hornets
Carmelo Anthony 27 – Desmond Mason 23 stig og skoraði sigurkörfu leiksins með sniðskoti í framlengingu.
Mynd: AP/Haraz N. Ghanbari