9:22
{mosimage}
Körfuboltamenn á Héraði eru að fara í herferð um fjórðunginn og ætla að bjóða uppá námskeið í körfubolta fyrir börn og unglinga í boði Körfuknattleiksdeildar Hattar, UÍA og Alcoa.
Fyrsta námskeiðið var helgina 28. janúar á Fáskrúðsfirði og gekk það vel
Það er frítt fyrir alla á námskeiðið og er þetta fyrst og fremst kynning á íþróttinni.
Námskeiðið hefst klukka 10:00 og verður þá námskeið fyrir 11 ára og yngri.
Námskeiðið heldur svo áfram eftir hádegi 12:30 fyrir 12 ára og eldri
Ætlunin er að vera á fleiri stöðum
Stefnt er að því sem hér segir:
Seyðisfjörður – 10. febrúar
Vopnafjörður – 17. febrúar
Reyðarfjörður – 24. febrúar
Eskifjörður – 24. febrúar
Norðfjörður – 24. febrúar
Við hvetjum alla til að mæta og prófa nýja íþrótt undir leiðsögn fagmanna.
Þjálfarar á námskeiðinu verða Gísli Sigurðarson og Viggó Skúlason, en þeir hafa spilað og þjálfað í mörg ár með Hetti.
Fréttatilkynning frá UÍA