13:32
{mosimage}
Í mörg horn var að líta um síðustu helgi þegar Lýsingarbikarúrslitin fóru fram í Laugardalshöll. Einn af þeim viðburðum sem slegið var til var þjálfarafundur þar sem Geof Kotila, þjálfari Snæfellinga, hélt langt og fróðlegt erindi. Fundurinn var vel sóttur og fróðlegur í alla staði.
Kotila og Snæfellingar hafa vakið mikla athygli fyrir varnarleik Hólmara í vetur og ræddi hann m.a. um þennan varnarleik og nánast allt er viðkemur körfubolta. Fundargestir tóku virkan þátt og spurðu hann spjörunum úr en Kotila hefur hátt í 30 ára reynslu af körfuboltaþjálfun.
Góður rómur var gerður að fundinum og kom það fram að mikill vilji og áhugi væri fyrir því að halda þjálfarafundum áfram en þetta er kjörinn vettvangur fyrir alla þjálfara til þess að hittast og glöggva sig betur á íþróttinni og deila nýmælum með kollegum sínum.