spot_img
HomeFréttirSextán liða úrslitum FIBA EuroCup lokið

Sextán liða úrslitum FIBA EuroCup lokið

21:14

{mosimage}

(Serbinn Milutin Aleksic leikmaður EKA AEL frá Kýpur hefur verið að standa sig vel með liði sínu) 

Sextán liða úrslitum FIBA EuroCup lauk í gær og var nokkuð ljóst fyrir síðustu umferðina hvaða lið færu áfram, það var aðeins í K riðli sem Grikkirnir í Panionios gátu klúðrað sínum málum.

Það er annars athyglisvert að ekkert af þeim átt liðum sem nú eru í átta liða úrslitunum var þar í fyrra en sigurvegarar kepppninnar þá voru Spánverjarnir í DKV Joventut sem nú eru komnir í 16 liða úrslit í Meistaradeildinni (Euroleague) En í átta liða úrslitum mætast:Club Estudiantes (Spánn) og Dynamo Moskva (Rússland)Azovmash (Úkraína) og DTL EKA AEL (Kýpur)Turk Telekom (Tyrkland) og Virtus (Ítalía)Akasvayu Girona (Spánn) og Panionios BC (Grikkland) 

Í átta liða úrslitum þarf að vinna 2 leiki (best of three) og fara fyrstu leikirnir fram 6. mars þá verður leikið 9. mars og ef með þarf verður leikið 14. mars.

[email protected]

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -