spot_img
HomeFréttirHjörtur: Úrslitaleikur í Þorlákshöfn

Hjörtur: Úrslitaleikur í Þorlákshöfn

14:26

{mosimage}

Það verður sannkallaður botnslagur í kvöld þegar Þór Þ. taka á móti Haukum. Liðin eru á botninum ásamt Fjölni með 8 stig og er þetta því 4-stiga leikur. Þetta erþví úrslitaleikur því að það lið sem vinnur hífur sig af botninum og skilur hin eftir.

Mikilvægi þessa leiks er ótrírætt og Haukamenn eru meðvitaðir um það. ,,Menn gera sér grein fyrir eðli leiksins í kvöld. Þetta er einfaldlega úrslitaleikur um fallið en þannig leggjum við hann upp og þar af leiðandi verðum við að vinna í kvöld.”

,,Strákarnir eru vel stemmdir og tilbúnir í leikinn en engin meiðsli eru að hrjá okkur að Vilhjálmi undanskildum. Hann er búinn að vera meiddur í vetur og er hann sá eini sem er á sjúkralistanum.”

Leikurinn hefst kl. 19:15 í Þorlákshöfn í kvöld.

Mynd: Karfan.is

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -