spot_img
HomeFréttirPáll Axel bætti met Franc Booker

Páll Axel bætti met Franc Booker

11:27 

{mosimage}

 

 

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson bætti met Franc Booker á mánudagskvöldið þegar hann skoraði 9 þriggja stiga körfur í 116-99 sigri Keflavíkur á Grindavík. Þetta var í níunda sinn sem Páll Axel skorar átta eða fleiri þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum en hann og Booker höfðu fyrir þennan leik átt þetta met saman.

Páll Axel skoraði þrist í öllum fjórðungum leiksins, einn í fyrsta, fjóra í öðrum og svo tvo í síðustu tveimur leikhlutunum. Páll Axel klikkaði aðeins á tveimur þriggja stiga skotum í leiknum, því fimmta og því níunda.

Páll Axel á metið yfir flestar þriggja stiga körfur Íslendings í einum leik en hann skoraði 12 þriggja stiga körfur gegn Val á Hlíðarenda 14. janúar 1999.
Franc Booker á hinsvegar enn metið yfir flestar þriggja stiga körfur í einum leik (15) og er líka sá eini sem á fleiri en einn leik með tíu þriggja stiga körfum eða fleiri en Booker á tvo leiki með fimmtán þristum og einn leik með þrettán þriggja stiga körfum.

Flestir leikir með átta þrista eða fleiri:

Páll Axel Vilbergsson 9
Franc Booker 8
Guðjón Skúlason 6
Kristinn Friðriksson 5
Valur Ingimundarson 4
Ragnar Þór Jónsson 4
Guðlaugur Eyjólfsson 4
 

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -