KR hefur samið við Michael Mallory fyrir komandi átök í Subway deild karla.
Michael er 28 ára, 185 cm bandarískur bakvörður sem kemur til félagsins frá Anorthosis Ammohostou á Kýpur, en með þeim skilaði hann 19 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Tímabilið 2020-21 lék Michael fyrir Hött í efstu deild á Íslandi, en þá var hann með 23 stig, 4 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Bandaríkjamanninn Michael Mallory um að leika með liðinu á þessu keppnistímabili.
Michael Mallory hefur áður leikið á Íslandi, hann lék með Hetti Egilsstöðum í efstu deild seinni helming tímabilsins 2020-2021. Mallory var með 23,2 stig í leik, 4 fráköst og 5,9 stoðsendingar.
Á síðasta tímabili lék Mallory með Anorthosis Ammohostou í Kýpversku deildinni. Í 24 leikjum var Mallory með 18,6 stig í leik, 5,2 fráköst og 5,8 stoðsendingar.
Mallory lék með Southern Connecticut State University í NCAA2 háskóladeildinni en útskrifaði þaðan 2017. Einnig hefur Mallory leikið sem atvinnumaður í Makedóníu, Bosníu og Serbíu. Mallory er fæddur 1994 og 185 sm á hæð.
Helgi Már Magnússon, þjálfari mfl. karla:
“Michael er flottur leikmaður sem hefur marga af þeim eiginleikum sem við vorum að leitast eftir í þessa stöðu. Hann er mikill íþróttamaður og er erfiður við að eiga. Við Kobbi þekkjum það af eigin reynslu frá því hann var í Hetti.”
Körfuknattleiksdeild KR býður Michael hjartanlega velkominn!