spot_img
HomeFréttirÆgir Þór fyrir stórleikinn gegn Úkraínu "Þarf ekki mikið til að leikurinn...

Ægir Þór fyrir stórleikinn gegn Úkraínu “Þarf ekki mikið til að leikurinn verði okkar”

Ísland mætir Úkraínu annað kvöld í Ólafssal í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Um er að ræða seinni leik þessa ágúst glugga, en liðið tapaði á dögunum fyrri leiknum gegn Spáni ytra. Leikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. 

Í fyrri leiknum í riðil Íslands unnu, ásamt Spáni, Georgía og Ítalía sína leiki. Því færðist Ísland niður úr öðru sæti hans niður í það fjórða, en aðeins þrjú efstu liðin komast áfram á lokamótið á næsta ári.

Karfan kom við á æfingu hjá Íslandi í dag og spjallaði við Ægir Þór Steinarsson um Spánarförina, seinni leik gluggans gegn Úkraínu og hvort að Hafnarfjörður sé hið nýja heimili körfubolta á Íslandi.

Fréttir
- Auglýsing -