23:02
{mosimage}
Ingvaldur Magni Hafsteinsson gerði 15 stig og tók 5 fráköst í kvöld þegar Snæfell lagði Keflavík 84-67 í Stykkishólmi. Magni sagði að búast mætti við hörkuleik í Keflavík og að Snæfell ætlaði sér ekkert annað en að klára dæmið 2-0.
,,Þetta gekk ágætlega hjá okkur í kvöld og ég held að við höfum unnið þetta á vörninni og við stólum svolítið á hana því það er ekki hægt að ætlast til þess að skotin detti alltaf niður,” sagði Magni. ,,Við erum búnir að vera síðustu 7-8 mánuði að vinna í vörninni hjá okkur,” sagði Magni en Snæfell tókst að halda Keflavík í 67 stigum í kvöld.
Aðspurður um leikinn á laugardag sagði Magni að stefnan væri að klára dæmið í tveimur leikjum. ,,Þetta var hörkuleikur í kvöld og næsti leikur í Keflavík verður ekkert síðri og það verður blóðugt, þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt og við förum þetta á hörkunni og stefnum að því að vinna þetta 2-0,” sagði Magni.
Tölfræði frá leik Snæfells og Keflavíkur
Mynd úr safni