spot_img
HomeFréttirJón Arnór skoraði 1 stig í tapleik

Jón Arnór skoraði 1 stig í tapleik

8:42

{mosimage}

Jón Arnór í baráttu við Spánverjana í gær

 

Jón Arnór Stefánsson skoraði 1 stig á 22 mínútum þegar lið hans Lottomatica Roma tapaði fyrir Tau Ceramica á heimavelli í Meistaradeildinni í gær. Roma menn stóðu sannarlega betur í Spánverjunum en í fyrri leiknum sem Tau vann með 47 stiga mun. Úrslit vikunnar:Pau-Orthez – Maccabi Elite 94-98 Efes Pilsen – Barcelona 82-78Panathinaikos – Prokom Trefl 95-68 DKV Joventut – Partizan 80-89CSKA Moskva – Olympiacos 83-79 Benetton – Aris TT Bank 83-72Unicaja – Dynamo Moskva 73-62 Nú þegar ein umferð er eftir í 16 liða úrslitum eru línur farnar að skýrast, 6 lið eru komin í 8 liða úrslitin en baraáttan stendur annars vegar á milli Olympiacos, Partizan og Joventut og hins vegar Benetton Treviso og Dynamo Moskvu hins vegar. Sigri Olympiacos þá eru þeir áfram. Sigri Partizan og Olympiacos tapar þá er Partizan áfram. Tapi Partizan og Joventut vinnur Olympiacos með 32 stigum eða meira þá kemst Joventut áfram. 

Benetton og Dynamo Moskva eigast við í síðustu umferðinni og sigurvegari þess leiks kemst áfram.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Meistaradeildarinnar.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -