spot_img
HomeFréttirNBA: Slæmur dagur hjá Jackson

NBA: Slæmur dagur hjá Jackson

09:48 

{mosimage}

 

 

Gærdagurinn var ekki sá besti, sem Phil Jackson, þjálfari LA Lakers í bandarísku NBA körfuboltadeildinni, hefur lifað. Hann var fyrst sektaður um jafnvirði 3,5 milljóna króna fyrir að fullyrða, að dómarar deildarinnar væru að hefna sín á Kobe Bryant, helstu stjörnu Lakers, og síðan tapaði liðið fyrir Denver Nuggets, 113:86. Þetta var sjöundi tapleikur Lakers í röð og er það lengsta taphrina á 16 ára þjálfaraferli Jacksons.

 

Meistararnir í Miami Heat eru hins vegar komnir á skrið og unnu áttunda leik sinn í röð, nú gegn New Jersey, 93:86. Shaquille O'Neal skoraði 19 stig, þar af 17 í síðari hálfleik.

Einn leikur til viðbótar var í NBA deildinni í nótt þegar Milwaukee Bucks vann San Antonio Spurs, 101:90.

 

www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -