11:29
{mosimage}
(Larry Krystkowiak í nótt)
Milwaukee vann San Antonio í nótt, 101-90, í beinni útsendingu á NBAtv. Þar með lauk 13 leikja sigurhrinu gestana frá Texas. Milwaukee vann einnig fyrri viðureign þessara liða fyrr í vetur, 114-107. Milwaukee sópaði San Antonio í ár og er það í fyrsta skipti síðan 2001-02.
Larry Krystkowiak var að stjórna Milwaukee í sínum fyrsta leik en hann tók við af Terry Stotts í fyrradag. Frumraun hans með liðið var glæsileg þar sem Michael Redd fór á kostum með 29 stig.
Krystkowiak sagði fyrir leikinn að hann byggist við þeim sterkum í hans fyrsta leik með liðið.
Sigur Milwaukee í nótt var merkilegur fyrir ýmsar sakir. Með sigrinum setti Krystkowiak met en enginn þjálfari sem er að þreyta frumraun sína í NBA hefur lagt lið að velli sem hefur unnið fleiri en 5 leiki í röð. Hann bætti metið heldur betur en San Antonio voru búnir að vinna 13 leiki. Pat Riley átti metið þegar hann stjórnaði Lakers í sínum fyrsta leik 20. nóvember 1981.
Milwaukee á töluvert inni en þeir Earl Boykins, Charlie Villaneuva og Bobby Simmons eru allir frá vegna meiðsla.