09:46
{mosimage}
Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, varð í nótt fjórði leikmaðurinn í sögu bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar til að skora yfir 50 stig í þremur leikjum í röð. Hann skoraði 60 stig þegar Lakers vann Memphis Grizzlies, 121:119 og hefur þá samtals skorað 175 stig í síðustu þremur leikjum liðsins. Leikmennirnir þrír, sem unnið hafa slík afrek á undan Bryant eru Elgin Baylor, Michael Jordan og Wilt Chamberlain.
Úrslit í öðrum leikjum í nótt voru þessi:
Portland 92, New York 86
Houston 91, Detroit 85
Chicago 109, Denver 108
Phoenix 118, Sacramento 100