spot_img
HomeFréttirParker í rappið: Tónlist í körfunni á Íslandi

Parker í rappið: Tónlist í körfunni á Íslandi

17:16

{mosimage}

 

 

Leikstjórnandi San Antonio Spurs, Tony Parker, er kominn í rappið og skipar sér þar með á borð með köppum á borð við Shaquille O´Neal og fleirri góðra manna úr NBA deildinni. Parker er þó líkast til eini NBA leikmaðurinn sem hefur gefið út rappgeislaplötu á frönsku en það er móðurmál kappans.

 

Plata Parker heitir Balance-toi á frönsku sem má útleggja einhvern veginn svona: ,,Hreyfðu þig” – ef það reynist ekki rétt er frönskukunnáttumanneskja beðin um að hafa samband og leiðrétta okkur ([email protected])

 

Unnustu Parkers þarf vart að kynna til leiks en það er þokkadísin Eva Longoria sem leikur í Aðþrengdum eiginkonum. Hún ku vera afar stolt af verðandi eiginmanni sínum og segir hann afar hæfileikaríkann.

 

Samkvæmt www.people.com gengur sala á Balance-toi þokkalega en blaðamaður People hafði það eftir starfsmanni Virgin búðarinnar við Champs-Elysées í París.

 

Með því að smella hér má sjá myndband við eitt laga Parker.

 

Til gamans má þess geta að körfuknattleikurinn á Íslandi hefur einnig á frambærilegum tónlistarmönnum að skipa og ber þá fyrst að nefna Friðrik Inga Rúnarsson, framkvæmdastjóra KKÍ, en hann mun vera býsna góður trommari. Þá kann Friðrik Erlendur Stefánsson, miðherji Njarðvíkur, sitthvað fyrir sér á strengjabrettinu og Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið þekktur fyrir að smíða saman illvígar rímur og það í beinni.

 

Friðrik Ragnarsson mun einnig hafa daðrað við strengjabrettið en hann söng einnig inn á gamalt stuðningsmannalag fyrir Njarðvík.

 

Ef kafað er djúpt er einnig hægt að finna rapplag þar sem bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson fer með eitt aðalhlutverkanna í laginu ,,Thru your spekah,” með hljómsveitinni Oblivion. Lagið er að finna á hljómdisknum Rokk Stokk sem að öllum líkindum var gefinn út árið 1998.

 

Sverri Bergmann þarf vart að kynna til leiks en hann er annar þáttarstjórnenda á Game Tíví og leikur með Glóa í 2. deild. Sverrir er afbragðs söngvari og gerði garðinn fyrst frægan í söngvakeppni framhaldsskóla er hann söng Bon Jovi lag í þýðingu Auðuns Blöndal. Félagi Sverris í Glóa, Kiddi í Reebook, er bassaleikari í hljómsveitinni Spútnik svo það er vafalaust stuð á þeim félögum í búningsklefanum.

 

Fregnir herma einnig að Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur, geti plokkað strengina en það hefur ekki fengist staðfest.

 

Sigurbjörn Dagbjartsson og Almar Sveinsson hafa einnig sent frá góða tóna úr Grindavík og eru í hljómsveit í dag sem heitir Geimfararnir en þeir Sigurbjörn og Almar eru stjórnarmenn í Grindavík.

 

Jóhannes Karl Sveinsson, í dómstól KKÍ, er einnig mjög lipur gítarleikari en Jóhannes er ÍR-ingur í gegn. Þá er Karl Jónsson Sauðkræklingur trymbill.

 

Lárus Ingi Magnússon vann söngvakeppni framhaldsskóla fyrir nokkrum árum en þar vann hann meðal annars Pál Óskar Hjálmtýrsson og Hólmfríði Júníusdóttur ef minnið svíkur ekki. Einnig hefur Hreimur Örn Heimisson, Land og synir, spilað til margra ára með liði Dímons. (Þessa ábendingu sendi Halldór G. Jensson)

 

Ef einhver þarna úti veit um fleira körfuknattleiksfólk sem kann sitthvað fyrir sér í tónlistinni þá endilega hafði samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -