14:20
{mosimage}
Íslensku liðin á Scania Cup eru á fullu og línur farnar að skírast hjá þeim. 10. flokkur Skallagríms vann einn leik í sínum riðli og lék því í morgun aukaleik um hvort þeir kæmust í 8 liða úrslit og þar mættu þeir finnska liðinu PuHu og sigruðu 53-43 og mæta því danska liðinu Hörsholm í dag kl 17 að íslenskum tíma í 8 liða úrslitum. 9. flokkur Fjölnisstráka vann einnig einungis einn leik í sínum riðli en eru þó komnir í undanúrslit en einungis 8 lið eru í 9. flokki. Í undanúrslitum mæta þeir heimamönnum í Södertalje en leikurinn fer fram klukkan 17 að íslenskum tíma. Liðin léku í gær í riðlinum og þá sigraði Södertalje 65-44. Í 7. flokki karla er leikið í þriggja liða riðlum og sigruðu Fjölnisstrákar einn leik og töpuðu hinum. Þeir töpuðu svo í 8 liða úrslitum fyrir KTP frá Finnlandi og mæta heimamönnum í Södertalje í dag í leik um hvort þeir leika um 5. eða 7. sætið á morgun. 7. flokkur KR stúlkna hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum og töpuðu báðum leikjum sínum í riðlinum. Þær hafa svo leikið 2 leiki í riðli um 9. – 12. sætið og hafa tapað báðum og þurfa að vinna MU frá Finnlandi stórt til að komast í 11. sætið, en liðin leika akkúrat núna. Hér er hægt að skoða úrslit mótsins.