spot_img
HomeFréttirNBA: Durant ætlar í nýliðavalið

NBA: Durant ætlar í nýliðavalið

10:40

{mosimage}
(Durant mun vera valinn nr. 1 eða 2. í sumar)

Kevin Durant, leikmaður Texas háskólans, hefur lýst því yfir að hann ætli í NBA-nýliðavalið í sumar. Töluverðar vangaveltur voru uppi um hvort hann myndi vera áfram í Texas eða reyna fyrir sér í NBA en nú er búið að svara því. Fjármunir réðu því að hann ákvað að fara í nýliðavalið en talið er að Nike séu tilbúnir að gera $20 milljóna samning við hann.

Durant gaf út yfirlýsingu á þriðjudag um að hann myndi ekki vera áfram í Texas og NBA-deildin væri hans næsti ákvörðunarstaður. ,,Ég hef notið ára minna hér í Texas,” sagði Durant í yfirlýsingu sem hann gaf út fyrir fréttamannafund á þriðjudagskvöld. ,,Allir stuðningsmennirnir og allir hér í Texas hafa látið mér líða eins og ég eigi heima hér, miðað við hvað ég er langt að heiman. Ég mun alltaf vera Longhorn og mun aldrei gleyma því hvað fólkið í Texas hefur gert fyrir mig.”

Kevin Durant vildi þó vera áfram í Texas til þess að þroskast ásamt því að honum líkaði lífið. En þegar Nike ábyrgðust það að þeir myndu bjóða honum $20 milljón samning ásamt NBA-samningi hans ákvað hann að hans næsta skref yrði NBA.

Líklegt er að Durant verði einn af tveim efstu leikmönnunum valdir í nýliðavalinu ásamt Greg Oden sem mun líklega gefa út yfirlýsingu um að hann fari í nýliðavalið á næstunni.

Durant var valinn AP leikmaður ársins í háskólaboltanum 2007 þrátt fyrir að vera á fyrsta ári. Hann fékk 70 af 72 atkvæðum en hann skoraði 25.8 stig og tók 11.1 fráköst í vetur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -